SMÁSÖGUR

Þrjár sögur

Bókin hefur að geyma sögurnar Þórðar saga Geirmundssonar, Írafells-Móra og Brúðardrauginn. Eru þetta allt skemmtilegar og áhugaverðar sögur þó ólíkar séu um margt. Þórðar saga er gamansaga þar sem samtíðin er hártoguð á sviði fortíðarinnar, Írafells-Móri byggir á samnefndri þjóðsögu og Brúðardraugurinn er þýðing Benedikts á sögu Washingtons Irvings The Spectre Bridegroom sem birtist fyrst í tímaritinu Nýrri sumargjöf árið 1860 en sú saga mun hafa verið kveikjan að sögunni Úngfrúin góða og húsið eftir Halldór Laxness.

Benedikt Gröndal var mikill listamaður. Í skrifum sínum kom hann víða við en allt sem hann skrifaði var vandað og hafði yfir sér ákveðna fágun. Var hann vel lesinn og sótti stílbrigði, orðaforða og efnistök gjarnan til fortíðarinnar og gæti það átt þátt í því hve eftirlifandi kynslóðir hafa sinnt honum lítið.


HÖFUNDUR:
Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal
ÚTGEFIÐ:
2016
BLAÐSÍÐUR:
bls. 114

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :